• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

E-PACE

E‑PACE er fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 141 með beinskiptingu
Allt niður í 159 með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)

Allt að 5.3 með beinskiptingu
Allt að 6.0 með sjálfskiptingu

Innanrýmið í nýjum E‑PACE er sérsniðið að ökumanninum auk þess að vera bæði fjölskylduvænt og hagkvæmt með mikið geymslurými. Notagildi fyrir daglegt líf hefur því bæst við ánægjuna af akstri Jaguar. Þessi millistærðar sportjeppi á sér engan sinn líka.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Ökutækin sem sjást á myndskeiðum á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Tilteknir eiginleikar kunna að vera mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
Play

FÆDDUR TIL AÐ ÖRVA SKYNFÆRIN

Spennandi og lipur akstur liggur í eðli allra Jaguar-bíla. Kynning á glænýjum E‑PACE, sem gefur frá sér ósvikið Jaguar-hljóð.

VELDU GERÐ

FRAMÚRSKARANDI ÚTLIT

Öflugar og sterkar línur frá húddinu og að afturhleranum einkenna útlit E‑PACE. Framúrskarandi aksturseiginleika og lipurð sem áður hefur eingöngu þekkst í sportbílum, einkennandi LED dagljós og LED afturljós auka öryggi með stíl.

SKOÐA YTRA BYRÐI

SÉRSNIÐIÐ RÝMI FYRIR ÖKUMANNINN

Sérsniðið ökumannsrýmið í E‑PACE er innréttað með gæðaefnum og nútímalegri hönnun. Rýmið umvefur ökumanninn með allar stýringar og mæla innan seilingar svo ökumaðurinn geti einbeitt sér að akstrinum.

SKOÐA INNANRÝMI
Play

AKSTURSUPPLIFUN

Uppgötvaðu þá spennandi upplifun að aka E‑PACE. Hann býður upp á einstakt jafnvægi milli snerpu og þæginda í akstri og sjálfstæða fjöðrunarkerfið er með háþróaðri fjölliða afturfjöðrun. Liprir aksturs- og stjórneiginleikar E‑PACE eru tryggðir með vönduðum aksturstæknibúnaði á borð við virka driflínu1 og Adaptive Dynamics-fjöðrun.2

Ökutækin sem sjást á myndskeiðum á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Tilteknir eiginleikar kunna að vera mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

TÆKNI BÍLSINS

E‑PACE státar einnig af fyrsta flokks tækni til að auka öryggi og gera aksturinn enn skemmtilegri, meðal annars Touch Pro-upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með 10 tommu snertiskjá.

SKOÐA TÆKNI BÍLSINS

PLÁSS FYRIR ALLT

Geymslurýmið í E‑PACE er með því mesta sem völ er á í flokki sambærilegra bíla. Djúpur miðstokkurinn með glasahöldurum sem hægt er að taka af býr til mjög sveigjanlegt rými. Stóra hanskahólfið hentar vel fyrir alla nauðsynlegu hlutina sem þú vilt hafa við höndina og djúp hólfin í framhurðunum rúma marga hluti.

FRÆÐAST UM NOTAGILDI OG ÖRYGGI

FIMM STJÖRNUR Í ÁREKSTRARPRÓFUNUM EURO NCAP

Jaguar E-PACE náði fimm stjörnu einkunn í árekstrarprófunum Euro NCAP og geirnegldi þannig stöðu sína sem einn öruggasti bíllinn á markaðnum í dag. Há einkunn í öllum flokkum staðfestir að bíllinn veitir bæði fullorðnum og börnum sem og gangandi vegfarendum framúrskarandi vernd.

Að baki þessari vernd liggur ríkulegt úrval öryggiskerfa, þar á meðal akreinastýring og neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda.

SKOÐA VEFSVÆÐI EURO NCAP

E‑PACE-LÍNAN

Spennandi aksturseiginleikar, nútímalegt handbragð og notagildi fyrir daglegt líf eru staðalbúnaður. Hvaða meðlim E‑PACE-fjölskyldunnar líst þér best á?

E-PACE

Snarpir aksturseiginleikar, grípandi útlit og framúrskarandi notagildi er það sem E‑PACE stendur fyrir. Meðal búnaðar má telja LED-ljós að utan, fyrsta flokks akstursaðstoðarkerfi og 10 tommu snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem skilar afburða hljóm- og myndgæðum.

E-PACE S

Falleg leðurklæðning prýðir innanrými E-PACE S. Á meðal háþróaðra tæknilausna er Connect Pro3, með Pro-þjónustu og heitum 4G Wi-Fi-reit, snjallstillingum, Online Media og Navigation Pro, sem gerir þér kleift að vista uppáhaldsstaðina þína og nota einfalda bendistjórnun fyrir aðdrátt á korti.

E-PACE SE

Hugvitssamleg samsetning fágunar, hagkvæmni og framúrskarandi tækni. E-PACE SE er með 14 stefnu minni í stillingu framsæta, rafknúinn afturhlera og frábært MeridianTM-hljóðkerfi.

E-PACE HSE

Windsor-leðursæti með 18 stefnu minni fyrir ökumann og farþega í framsæti, lyklalaus opnun og rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun einkenna E-PACE. 12,3" gagnvirki ökumannsskjárinn skerpir sýn og tryggir lipran akstur, auk þess að skila ótrúlega skýrum myndum.

E-PACE R-DYNAMIC

Snarpir aksturseiginleikar, grípandi útlit og framúrskarandi notagildi er það sem E‑PACE stendur fyrir. Meðal búnaðar má telja LED-ljós að utan, fyrsta flokks akstursaðstoðarkerfi og 10 tommu snertiskjá fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið sem skilar afburða hljóm- og myndgæðum.

E-PACE R-DYNAMIC S

Falleg leðurklæðning prýðir innanrými E-PACE S. Á meðal háþróaðra tæknilausna er Connect Pro-pakki3, með Pro-þjónustu og heitum 4G Wi-Fi-reit, snjallstillingum, Online Media og Navigation Pro, sem gerir þér kleift að vista uppáhaldsstaðina þína og nota einfalda bendistjórnun fyrir aðdrátt á korti.

E-PACE R-Dynamic SE

Hugvitssamleg samsetning fágunar, hagkvæmni og framúrskarandi tækni. E-PACE SE er með 14 stefnu minni í stillingu framsæta, rafknúinn afturhlera og frábært MeridianTM-hljóðkerfi.

E-PACE R-DYNAMIC HSE

Windsor-leðursæti með 18 stefnu minni fyrir ökumann og farþega í framsæti, lyklalaus opnun og rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun einkenna E-PACE. 12,3" gagnvirki ökumannsskjárinn skerpir sýn og tryggir lipran akstur, auk þess að skila ótrúlega skýrum myndum.

1 Aðeins í boði með D240- og P300-vélum.
2 Ekki í boði með D150-vél, beinskiptingu eða 17" álfelgum.
3 Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar/Land Rover. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Neteiginleikar og Wi-Fi-tenging krefjast micro SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift.
Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.