• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

AUKABÚNAÐUR OG JAGUAR GEAR

Með framúrskarandi úrvali aukahluta og Jaguar Gear geturðu búið til glæsilegasta E‑PACE í heiminum. Þinn eigin.

Er þinn E‑PACE með rétta Jaguar Gear-búnaðinn? Sérhæfðar geymslulausnir, úrvals gólfmottur, vandaðar álfelgur, sportlegir aukahlutir fyrir ytra byrðið - þú getur valið úr breiðu úrvali aukahluta og Jaguar Gear-búnaðar til að fullkomna bílinn þinn.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL FARA Í AUKAHLUTI

VALKOSTIR Í PAKKA FYRIR YTRA BYRÐI

SVARTI PAKKINN

Með vali á svarta pakkanum sveiparðu bílinn dulúð. Hann inniheldur gljásvart grill, loftunarop á hliðum og gluggaumgjarðir.

VALKOSTIR Í PAKKA FYRIR INNANRÝMI

PAKKI FYRIR KALT LOFTSLAG

Pakki fyrir kalt loftslag (aukabúnaður) hlýjar þér að vetrarlagi og inniheldur hita í framrúðu og rúðusprautum og hita í mjúku leðurstýri.

VELDU ÞINN JAGUAR GEAR-BÚNAÐ

Settu þinn eigin svip á E‑PACE. Finndu aukahlutina sem passa við þinn lífsstíl.

FÖST STIGBRETTI

Stigbrettin auðvelda þér að fara inn og út úr bílnum og gera aðgengi að þakinu þægilegra. Hönnunin er Jaguar-merkt og státar m.a. af ljósum listum úr ryðfríu stáli og stigmottu úr gúmmíi sem auka enn við glæsilegt útlit bílsins.

LJÓS HLIÐARRÖR

Slípuð hliðarrör úr ryðfríu stáli gera bílinn enn fallegri að utanverðu.

LOFTUNAROP ÚR KOLTREFJUM Á HLIÐUM

Loftunarop úr vönduðum koltrefjum eru enn ein uppfærslan sem skerpir útlitið.

UPPLÝSTAR SÉRSNIÐNAR SÍLSAHLÍFAR

Glæsilegar sílsahlífar úr ryðfríu stáli fyrir ökumanns- eða farþegahurðir. Lýsa þegar ökumanns- eða farþegahurðir eru opnaðar. Fosfórblá og mjúk lýsingin rammar inn hlífarnar. Viðskiptavinir geta valið um einlita merkingu úr samþykktum leturgerðum/áletrunum.

SPORTFÓTSTIG

Fótstigin eru gerð úr stáli og gúmmíi, passa vel á þau sem fyrir eru og gefa bílnum nútímalegt og sportlegt yfirbragð.

OFNAR LÚXUSGÓLFMOTTUR

Sérsniðnar ofnar lúxusgólfmottur 2.050g/m2 fyrir framsæti með upphleyptu Jaguar-merki og Nubuck-kanti. Þessar vönduðu mottur setja punktinn yfir i-ið í innanrýminu.

GÆLUDÝRAPAKKI

Tryggðu öryggi gæludýrsins þíns, vellíðan og þægindi. Skilrúm upp í þak tryggir að gæludýrið komi ekki inn í farþegarýmið, auk þess sem hægt er að fá bílinn afhentan með vatnsheldri mottu með kanti eða endingargóðri gúmmímottu sem ver farangursrýmið.

ÞVERBITAR Á ÞAK (ÞAKBOGAR NAUÐSYNLEGIR)

Með þverbitum er hægt að nota fjölbreytt úrval aukabúnaðar fyrir þak. Festingar á þverbitum E‑PACE fyrir þakbogana sem settir eru á í verksmiðjunni eru með nýjum og einstaklega fljótlegum losunarbúnaði sem gerir kleift að festa og fjarlægja þverbitana án þess að nota verkfæri.

HJÓLAGRIND FYRIR ÞAK

Hjólagrind fyrir þak sem auðvelt er að koma fyrir og hægt að læsa, hver festing er fyrir eitt hjól. Hægt er að setja upp þrjár festingar að hámarki.

FARANGURSBOX

Rúmgott 320 l farangursbox með læsingu sem ætlað er fyrir íþróttabúnað, 206 x 84 x 34 cm að stærð.

SMELLUKERFI

Þetta fjölhæfa kerfi er hægt að hengja á höfuðpúða framsætanna. Þá hentar það einnig fyrir afþreyingu í aftursætum þar sem hægt er að festa á það stillanlega spjaldtölvufestingu.

SMELLA OG HENGJA

Þessi færanlegi snagi er fullkominn til að hengja upp skyrtur eða jakka og forða þeim frá að krumpast á ferðinni. Honum fylgir einnig krókur til að nota fyrir utan bílinn.

SMELLA OG SPILA

Smella og spila er spjaldtölvufesting sem hægt er að taka af og er í boði fyrir mismunandi gerðir spjaldtölva. Hana má stilla í ýmsar stöður í farþegarýminu og fyrir afþreyingu í aftursæti.

TENGI- OG HLEÐSLUKVÍ FYRIR IPHONE

Glasahaldarinn í miðstokknum er notaður fyrir tengi- og hleðslukví fyrir iPhone til að hægt sé að sjá á símann* á meðan hann er hlaðinn. Þegar iPhone-sími er tengdur er hægt að nálgast efnið í honum og stjórna því í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. 

*Til notkunar með iPhone 5, 5c, 5s, 6, 6s, SE og 7. Hentar ekki fyrir 6 Plus og 7 Plus.

Í þessum fyrsta smájeppa frá Jaguar sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna E‑PACE fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL FARA Í AUKAHLUTI