• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Bílafloti og rekstur

SJÁLFBÆR ÞRÓUNARSTEFNA

Hugmyndafræði okkar

Hjá Jaguar Land Rover er sjálfbær þróun samþætt öllu starfi okkar. Þetta grunngildi er grundvöllurinn að velgengni okkar til langs tíma. Það er okkar trú að hún sé alger forsenda þess að við viðhöldum traustu orðspori vörumerkjanna okkar, tryggi rekstrargrundvöll fyrirtækisins, skili sér í vexti og viðhaldi trausti þeirra sem hluta eiga að máli.

Grunnreglur okkar

Jaguar Land Rover er umhugað um og leggur áherslu á að koma af ábyrgð og réttlæti fram við starfsfólk sitt, hluthafa, viðskiptavini, birgja og söluaðila sem og samfélagið sjálft og umhverfið í öllum þáttum rekstrar síns um heim allan.

Jaguar Land Rover vinnur sleitulaust að leiðandi sjálfbærum nýjungum innan bílaiðnaðarins sem tengjast heildarlíftíma vörunnar, frá hönnun og framleiðslu til afkasta og förgunar, til að skila af sér vörum sem eru viðskiptavinum okkar til hagsbóta og sem skila af sér sjálfbærara samfélagi.

Jaguar Land Rover hefur einsett sér að tryggja velgengni fyrirtækisins með því að fjárfesta í starfsfólki sínu og rannsóknum og þróun, stýra áhrifum sínum á samfélag og umhverfi og skipuleggja umskipti yfir í lágkolefnislífstíl.

Stefna Jaguar Land Rover er að uppfylla eða vinna umfram lagalegar kröfur í öllu því sem fyrirtækið tekur sér fyrir hendur og sýna þeim sem hlut eiga að máli ábyrgð sína í verk með reglulegri skýrslugjöf um frammistöðu sína á gagnsæjan og opinn máta.

Okkar skuldbinding

Samfélagið:
Við munum eiga jákvæð samskipti við staðbundin og alþjóðleg samfélög til að tryggja að viðvera okkar auki lífsgæði og skili ávinningi. Grundvallaratriði hér er áhersla okkar á vellíðan og þróun starfsfólks okkar og stuðningur við samfélagsleg verkefni og mannúðarmál.

Umhverfi:
Við heitum því að vinna stöðugt að minni umhverfisáhrifum frá rekstri okkar og vörum með því að draga úr losun, varðveita náttúrulegar auðlindir og hámarka notkun endurnýjanlegrar orku og efna. Þetta er undirstrikað með fjárfestingu okkar í rannsóknum á nýjungum í umhverfisvænni tækni.

Viðskiptavinir og vörur:
Við heitum að bjóða upp á fyrsta flokks vörur og þjónustu sem uppfylla þarfir viðskiptavina okkar og ýta undir skipti yfir í lágkolefnasamfélag.

Birgjar:
Við æskjum fyrirmyndarframgöngu og frammistöðu alls staðar í birgðakeðju okkar. Við leggjum áherslu á sanngirni og ábyrga viðskiptahætti og hvetjum til samvinnu í leit að sjálfbærum lausnum.

Ralf Speth
Framkvæmdastjóri